Verkefnin mín í VÉL403G
Hér er hægt að finna og fylgjast með verkefnum mínum í Framleiðsluferli (VÉL403G) sem er áfangi í Háskóla Íslands. Markmið námskeiðsins er að gera nemendum fært að gera sér skipulega mynd af mismunandi framleiðsluferlum, velja ferla fyrir mismunandi verkefni og átta sig á kostum og göllum við hvern feril. Tekin er fyrir framleiðsla úr hráefni að endanlegum hlutum með mismunandi ferlum s.s. steypu, völsunar, útpressun, vélvinnslu og skurðar. Tengingar hluta í samsetningar með varanlegum og óvaranlegum aðferðum eru útskýrðar ásamt meðhöndlun yfirborðs til styrkingar og varnar gagnvart umhverfi. Helstu frumgerðartækni eru útskýrð og nýting þeirra í hönnun nýrra hluta. Verklegur hluti námskeiðsins tengir námsefnið við raunveruleg verkefni í málmvinnslu.
Á meðan verkefnum stendur verður öll verkefnin skjalfest og hægt er að skoða þau hér fyrir neðan.
Búa til heimasíðu
Lýsing á verkefninu:
Veldu eða smíðaðu html sniðmát fyrir vefsíðuna þína, skipulegðu hana með upplýsingum um þína ferilskrá. Skrásettu fyrsta verkefnið og settu á github með því að nota Git bash.
SkoðaTölvustuddur skurður
Lýsing á verkefninu:
Hanna parametrískt, geirneglt módel af byggingar einingum. Módelið þarf að vera skalanlegt þannig hægt sé að stilla kerf og efnisþykkt, ásamt stærðum á flötum, með því að vinna með parametrískar breytur.
Skoða3D prentun og 3D skönnun
Lýsing á verkefninu:
Hannaðu módel fyrir 3D prentun sem ekki væri hægt að framkvæma með frádráttar framleiðslu (addative vs subtractive). Prentaðu hlutinn (max 100g af plasti skv. slicer). 3D Skannaðu einhvern hlut, t.d. með photogrammetríu
SkoðaLokaverkefnið
Lýsing á verkefninu:
Að fræsa eitthvað stórt, að fræsa og undirbúa mót, samantekt og kynning
SkoðaMitt framlag í lokaverkefninu
Lýsing á verkefninu:
Að fræsa eitthvað stórt, að fræsa og undirbúa mót, samantekt og kynning
Skoða